sudurnes.net
Veikindi og yfirvinnubann hafði áhrif á yfir 3000 farþega Icelandair - Local Sudurnes
Öllu Am­er­íkuflugi Icelandair til lands­ins í morg­un var seinkað vegna veikinda og yfirvinnubanns flugumferðastjóra, en ekkert áætlunarflug fór um Keflavíkurflugvöll frá klukkan 21 í gærkvöldi til klukkan 7 í morgun. Verk­fallsaðgerðir flug­um­ferðastjóra í nótt höfðu því áhrif á ferðalög 3000-3500 farþega flug­fé­lags­ins. Þetta segir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir í sam­tali við mbl.is, hann bætti svo við að flug ætti að verða komið í eðlilegt horf síðdegis. „Ef allt geng­ur upp ætti flug að vera með eðli­leg­um hætti síðdeg­is,“ seg­ir hann, en þá koma vél­arn­ar frá Evr­ópu til baka áður en þær halda á ný vest­ur um haf. Meira frá SuðurnesjumSamherji fær að tvöfalda stærð fiskeldisMiklar framkvæmdir framundan við LeifssöðFundur um fornleifar á ReykjanesskaganumÆgir kíkir í heimsókn til Njarðvíkur í kvöldOpna hluta norður-suður brautar fyrir flugumferð í kvöld – Ljúka framkvæmdum í októberHelmingur félagsmanna VSFK misst vinnuna að hluta eða öllu leytiFerðamenn veltu buggy-bíl við GrindavíkEinn handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar í Grindavík – Engan sakaðiHvassviðri og éljagangur næstu tvo sólarhringaReyndi að smygla umferðarskilti úr landi