Nýjast á Local Suðurnes

Veðurhvellur gengur yfir landið – Reykjanesbraut líklega lokað og flugferðum flýtt

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Foreldrar og forráðmenn yngstu nemenda grunnskóla eru hvattir til að fylgjast með veðurspám í fyrramálið og gera ráð fyrir að fylgja börnum til skóla, en búast má við “veðurhvelli,” þar sem vindur getur farið upp í allt að 28 m/s. Þá má bú­ast má við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður á morg­un, miðviku­dag, er „veður­hvell­urinn“ fer yfir landið.

Auk þessa hafa flugfélög ákveðið að flýta ferðum og eru farþegar hvattir til að fylgjast með vef Isavia og/eða flugfélaganna.

Hér er áætl­un Vega­gerðar­inn­ar um lok­an­ir á veg­um:

Suður­lands­veg­ur um Hell­is­heiði og Þrengsli milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Vest­ur­lands­veg­ur um Kjal­ar­nes milli kl. 08:00 og 11:00

Vest­ur­lands­veg­ur um Hafn­ar­fjall milli kl. 07:00 og 11:00

Reykja­nes­braut milli kl. 07:00 og 11:00

Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Suður­lands­veg­ur að Vík í Mýr­dal milli kl. 07:00 og 12:00 – 13:00

Veg­ir á Snæ­fellsnesi og Bratta­brekka milli kl. 07:00 og 13:00

Holta­vörðuheiði milli kl. 08:00 og 13:00

Vest­f­irðir milli kl. 09:00 og 14:00

Veg­ir á Norður­landi vestra milli kl. 09:00 og 15:00

Öxna­dals­heiði milli kl. 09:00 og 15:00

Veg­ir á Norðaust­ur­landi milli kl. 10:00 og 17:00

Veg­ir á Aust­ur­landi frá há­degi og fram und­ir morg­un.

Aðrir veg­ir geta einnig lokast á meðan veður geng­ur yfir