Nýjast á Local Suðurnes

Veðurguðirnir senda ískaldar jólakveðjur

Veðurguðirnir munu senda landsmönnum kaldar kveðjur um jólin ef eitthvað er að marka veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands, spáð er miklu frosti á landinu öllu og má gera ráð fyrir yfir 20 stiga frosti á Faxaflóa ef spár ganga eftir.

Á miðvikudag er gert ráð fyrir norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á aðfangadagur gerir spá Veðurstofunnar ráð fyrir norðaustlægri átt á landina, 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt. Kólnar talsvert.

Jóladagur verður kaldur, en veðurfræðingar búast við talsverðu eða miklu frosti, segir á vef Veðurstofunnar. Spáin gerir enn ráð fyrir norðlægri átt en það mun verða bjart með köflum, él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu.

Á laugardag verður Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. hlýnar aðeins en frost verður þó 0 til 12 stig, kaldast N-lands.

Á sunnudag er svo útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri.