sudurnes.net
Vatn komið á Njarðvíkuræð - Local Sudurnes
Vatni hefur verið hleypt á svokallaða Njarðvíkuræð, stofnæð hitaveitu frá Svartsengi til Fitja, en hún fór að hluta undir hraun. Fullur þrýstingur verður þó ekki kominn á lögnina fyrr en seinni part sunnudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku, sem sjá má í heild hér fyrir neðan: Aðgerðir dagsins við að tengja Njarðvíkuræðina, heitavatnslögnina frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, tókust vel og nú streyma um 70 l/s í gegnum hana áleiðis í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum. Enn sem komið er verður ekki séð að lekar séu á lögninni undir hrauninu. Þrýstingur verður aukinn hægt og rólega fram eftir kvöldi í samvinnu við HS Veitur þar til fullum afköstum verður náð. Suðuvinnu lauk um þrjúleytið í dag og þá var strax hafist handa við að dæla rólega inn á lögnina til að sjá hvað hún þyldi. Óttast var að skemmdir hefðu orðið á þeim hluta hennar sem fór undir hraun auk þess sem hitabreytingar við inndælingu gátu valdið því að lögnin skryppi saman og tog kæmi á hana. Það gerðist ekki. Á þeim hluta lagnarinnar sem búið var að sanda og fergja eru vísbendingar um að hitastigið sé ekki mjög hátt miðað við aðstæður en lögnin var á tveggja [...]