sudurnes.net
Varúð: Föstudagspistillinn þessa vikuna er ekki fyrir viðkvæma - Local Sudurnes
Pólitísk örvænting, typpi og píkur, já ég er á dónalegu nótunum þessa vikuna. Föstudagspistillinn er ekki fyrir viðkvæma… Örvæntingin í Samfylkinginni toppar sig í hverri viku. Nýjasta er að flokkurinn vill fría heilbrigðisþjónustu. Falleg hugsjón þannig lagað, en hver getum við teygt skilgreininguna á heilbrigðisþjónustu og hvar ætla þau að setja línuna. Örvæntingin í von um að ná flokknum að lágmarki upp fyrir 10% er farin að minna á hið góðkunna Eurovisionlag sem allir landsmenn þekkja. „Leggur ekkert inn – tekur bara út.“ Það er auðvelt að lofa og lofa þegar birta tekur til í ríkisfjármálum og mjög auðvelt að eyða þeim. En vandinn er að Samfylkingin hefur aldrei sannað sig í að afla teknanna, hafa vart náð því þó beint hafi verið skattpíningu á landsmenn. Já þau vilja frítt heilbrigðiskerfi, en taka bara meira úr launaumslaginu. Er það ekki að færa úr einum vasa yfir í hinn ? Um 40% einhleypra japana hafa aldrei stundað kynlíf og blasir gríðalega fólksfækkun við í landinu með þessu áframhaldi. Það er bara tvennt í stöðunni fyrir Japan. Annaðhvort að senda í skömmtum japanskar einhleypar konur í djammferð til Íslands – eða að Ikea fara í markaðsherferð með rúmin sín í Japan. Já [...]