Nýjast á Local Suðurnes

Varúð: Föstudagspistillinn þessa vikuna er ekki fyrir viðkvæma

Pólitísk örvænting, typpi og píkur, já ég er á dónalegu nótunum þessa vikuna. Föstudagspistillinn er ekki fyrir viðkvæma…

Örvæntingin í Samfylkinginni toppar sig í hverri viku. Nýjasta er að flokkurinn vill fría heilbrigðisþjónustu. Falleg hugsjón þannig lagað, en hver getum við teygt skilgreininguna á heilbrigðisþjónustu og hvar ætla þau að setja línuna. Örvæntingin í von um að ná flokknum að lágmarki upp fyrir 10% er farin að minna á hið góðkunna Eurovisionlag sem allir landsmenn þekkja. „Leggur ekkert inn – tekur bara út.“ Það er auðvelt að lofa og lofa þegar birta tekur til í ríkisfjármálum og mjög auðvelt að eyða þeim. En vandinn er að Samfylkingin hefur aldrei sannað sig í að afla teknanna, hafa vart náð því þó beint hafi verið skattpíningu á landsmenn. Já þau vilja frítt heilbrigðiskerfi, en taka bara meira úr launaumslaginu. Er það ekki að færa úr einum vasa yfir í hinn ?

arni arna keflavikurn

Um 40% einhleypra japana hafa aldrei stundað kynlíf og blasir gríðalega fólksfækkun við í landinu með þessu áframhaldi. Það er bara tvennt í stöðunni fyrir Japan. Annaðhvort að senda í skömmtum japanskar einhleypar konur í djammferð til Íslands – eða að Ikea fara í markaðsherferð með rúmin sín í Japan. Já það er verið að rannsaka og halda fram að um 10% evrópubúa komi undir á ræfilslegri Ikea dýnu. Það er greinilegt að Ikea rúm gefa frá sér frjóvgandi stemmingu eða eru bara óbærilega þægileg að þú bara verður að deila því með öðrum.

Mikið var ég svekktur þegar Garðurinn, æskubæjarfélagið mitt tapaði naumlega í Útsvari. Virkilega gaman að Garðuinn hefur skráð sig til leiks, EN mikið fer í taugarnar á mér að fjölmiðlafólk geti ekki haft suma hluti á hreinu. Garðbúar eru kallaðir Garðmenn – ekki Garðsmenn. Sigmar sagði nokkrum sinnum Garðsmenn. Fyrir mér er þetta vanvirðing að ekki sé hægt að vanda til verka. Ég setti mig einu sinni í hlutverk leiðilega gaursins og sendi tölvupóst á blaðamann Morgunblaðsins. Þá hafði birtst nokkrum sinnum með stuttu millibili fréttir á mbl.is, fréttir sem beindust að Garðvegi. Nema hvað í öllum fréttunum var ritað Garðsvegur. Garðsvegur er ekki til í Garðinum. Ég fékk þetta leiðrétt í fréttinni. Fyrir mér birtist þetta eins og fjölmiðlafólk nenni ekki að setja sig inn í málin. Mikið langaði mig að senda Sigmari línu, en ákvað að vera ekki hataði gaurinn á öllum fjölmiðlum.

Sápuóperudramað í Framsóknarflokknum nær suðupunkti á morgun þegar kosið verður um foryrstu flokksins. Sigurður Ingi forsætisráðherra, gefur kost á sér gegn Sigmundi Davíð þrátt fyrir að hafa þverneitað öllum slíkum pælingum fyrir skemmstu. Þá bíða konurnar á hlíðarlínunni og ein gefur bara kost á sér í varaformanninn er Sigurður sigrar, önnur er alveg saman hver vinnur, en styður samt Sigmund. Ásmundur þingflokksformaður kom í sjónvarpsféttum og bað þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins að hætta yfirlýsingar- og stuðningsgleði í von um að flokksinsmenn fái frið til að velja sjálfir. Á meðan allt þetta er í gangi situr Höskuldur sína síðustu stundir á Alþingi eftir tapið um fyrsta sætið, og les bókina „Erfið samskipti“ – skyldi nokkurn undra.

Það óvenjulega atvik átti sér stað í lest í Þýskalandi að íslendingur, varð hungrinu yfirliði og beit sessunaut sinn í eyrað. Það vita allir að hungrið er sterk og ógnandi tilfinning. Hver er munurinn á einu mannseyra þegar við erum vön því að japla á eyrum og augum í sviðaveislum. Er ekki hægt að byggja upp vörn íslendingins á sterkri þjóðlegri matarhefð íslendinga?

Það er ekki að ástæðulausu að ég nýti mér ekki ferðasalerni þar sem gapir við manni úrgangur annarra með tilheyrandi lykt. Ástralskur karlmaður sannar kenningu mína um að þetta eru stórhættuleg fyrirbæri. Hann hefur verið bitinn tvisvar sinnum í typpið á slíkum salernum. Ekki nóg með það að aumingja maðurinn hafi verið bitinn tvisvar sinnum þá leið bara fimm mánuðir á milli og bæði tilfellin á ferðasalerni. Þetta kennir mér ekki aðeins að forðast slík salerni heldur líka að forðast Ástralíu. Ég er haldinn kóngulóar-röskun ég bara verð eins og öskrandi barn í stórmarkaði sem fær ekki nammi ef ég kemst í tæri við þessi kvikindi. Ég vona að þessi ágæti maður fari að hugsa sig um hvar hann veifar djásninu.

Talandi um typpi, þá verður að gæta jafnræðis og skelli mér því beint í píkutal. Get ekki sagt að það sé sérstakt áhugamál hjá mér, en hvað gerir maður ekki á föstudögum. En það er víst svo að landsmenn eru duglegir að gefa gömlu hjálpartækin sín til Góða hirðisins. Nei ég er ekki að tala um hækjur og stafi, ég er að tala um hjálpartæki ástarlífsins. Starfsmenn þar eru þá fljótir til ðg sjá til þess að þetta rati ekki í hillurnar. En einn þeirra áttaði sig ekki á einu fyrirbæri sem datt inn á lagerinn. Hann verðmerkti hlutinn og kom fyrir á góðum stað í versluninni. Það var ekki fyrr en blaðamaður DV átti leið um búðina og rak augun í gripinn. Þarna var á ferðinni sjúskuð gervipíka á heilar 1500 kr. – starfsmaður verslunarinnar bað góðan Guð að hjálpa sér og reif sjúskuðu píka úr hillunni án allrar tafar. Ætli það sé markaður fyrir ofnotuð hjálpartæki ástarlífsins? Hefur einhver lyst á að nota hjálpartæki frá öðrum? Ég var að spá í að stofna grúppu á facebook þar sem fólk getur hreinlega skipst á tækjum, lánað eða bara prufað að hitta annað fólk og leikið sér saman. Sé fyrir mér status: Er með sjúskaða gervi píku, er einhver sem á sjúskaðan gervi rass sem vill skipta?

Góða helgi