Nýjast á Local Suðurnes

Varnarliðið fær fjóra milljarða króna vegna verkefna á Íslandi

Bandaríski herinn hefur fengið vilyrði fyrir 36 milljónum dollara, eða tæplega fjórum milljörðum króna vegna verkefna á Íslandi. Ekki stendur til að herlið á vegum Bandaríkjanna muni dvelja hér á landi til lengri tíma, en það er þó ekki útilokað.

Aukin hernaðarumsvif Rússa á Krímskaga undanfarin misseri og aukning í kafbátaferðum Rússa er helsta ástæða þess að Bandaríski herinn mun auka umsvif sín hér á landi og mun mestur hluti fjársins fara í breytingar á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli að sögn Pamelu Rawe, talskonu Bandaríska sjóhersins í Evrópu.

Rawe segir einnig að ólíklegt sé að herdeildir á þeirra vegum muni dvelja hér til lengri tíma.