Nýjast á Local Suðurnes

Varð fyrir grófu einelti: “Í hvert sinn sem ég kem í Reykjanesbæ fer um mig kuldahrollur”

Stofnandi Gospelkórs Suðurnesja, Elín Halldórsdóttir, segist hafa orðið fyrir grófu einelti af hálfu stjórnenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þegar hún var þar við störf á árunum 2005-2009.

Elín greinir frá þessu í Facebook-færslu, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan, en þar kemur meðal annars fram að það starf sem hún hafi unnið með kórum á svæðinu hafi vakið mikla athygli og það hafi stjórnendur skólans ekki verið sáttir við. Þá segist Elín vilja komast sem fyrst burtu aftur eftir heimsóknir í Reykjanesbæ.

Ég stofnaði og stýrði söngleikjum og barnakórum í 4 grunnskólum bæjarins. Þetta vakti þvíkíka eftirtekt og afbrýðisemi í litlum bæ eins og Reykjanesbæ að ég varð fyrir grófu einelti af hendi stjórnenda tónlistarskólans, sem voru sterklega tengdir inn í kóranna sem fyrir voru á svæðinu, og fleirum.” Segir Elín í færslunni.

“Það sem eftir situr hjá mér er að í hvert sinn sem ég kem í þennan bæ Reykjanesbæ fer um mig kuldahrollur og ég vil komast sem fyrst í burtu.” Segir Elín.