Nýjast á Local Suðurnes

Varað við mjög slæmu veðri – Gæti orðið þungfært á vegum

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veðurstofa Íslands varar við mjög slæmu veðri um landið sunn­an­vert seint í kvöld. Vind­ur gæti orðið rúm­lega 20 metr­ar á sek­úndu og gæti skyggni orðið mjög tak­markað með þeim af­leiðing­um að þungfært verði á veg­um.

Verst verður veðrið á Suður­landi, á höfuðborg­ar­svæðinu og á Reykja­nesi – Þá kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni að hálka eða snjóþekja sé víða á vegum á Suðurlandi og að þungfært sé á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Hálka og snjókoma er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.