Nýjast á Local Suðurnes

Vara við stolnum humar – “Yfirleitt algjörir aumingjar sem hafa aldrei unnið handtak á ævinni”

Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. Líklegt er að humarinn hafi þiðnað og verið frystur aftur og því sé hann ekki jafn bragðgóður.

Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfi fyrirtækisins og er að fara yfir það.

“Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Segir forsvarsmaður Humarsölunnar í samtali við Vísi.is

Skjáskot úr myndavélakerfi fyrirtækisins