Nýjast á Local Suðurnes

Vanda Sigurgeirsdóttir heldur fyrirlestur um einelti og jákvæð samskipti

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu mun ræða um einelti og forvanir gegn því í Íþróttaakademíunni við Krossmóa á morgun, miðvikudaginn 19. október.

Vanda hefur áratuga reynslu af að vinna með börnum og foreldrum. Forvarnir eineltis eru henni hjartans mál og hefur hún haldið fræðsluerindi fyrir börn og foreldra víða um land.

Vanda er eftirsóttur fyrirlesari og eru allir sem áhuga hafa á málefninu hvattir til að fjömenna í Akademíuna á til að hlýða á hana. Fyrirleturinn er haldinn á vegum Foreldrafélags Akurskóla og hefst klukkan 20.

Uppfært 19.10 kl. 18.00: Fyrirlestrinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs