sudurnes.net
Úthluta 47 milljónum króna - Janusarverkefnið fær hæsta styrkinn - Local Sudurnes
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2021, en alls bárust 72 umsóknir og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 193 milljónir króna. Að þessu sinni koma 45.650.000 til úthlutunar og njóta 39 verkefni góðs af. Hæsta styrkinn, 4.000.000 króna hlýtur Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík. Skiptingin milla flokka er með þessum hætti: Menning og listir fá úthlutað kr. 20.350.000 Atvinnu- og nýsköpun fær úthlutað kr. 25.300.000 Menningarverkefnið Ferskir Vindar er með þriggja ára samning og fær nú kr. 2.000.000. Eftirtalin verkefni hlutu styrk. Nr. 1. Skráning menningararfs. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að samantekt á ritverkum Hilmars Jónssonar rithöfundar , koma þeim fyrir á heimasíðu í hans nafni sem verður aðgengileg öllum. Hilmar var m.a. var listamaður Keflavíkur árið 1994. Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 250 þús. Nr. 2. Nýárstónleikar frá kirkjum og náttúru Suðurnesja. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson. Flokkur: Menning. Verkefnið er samstarfsverkefni nokkurra aðila sem ætla að flytja Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum hátíðartónleika heim í stofu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 400 þús. Nr. 3. Sögur sagðar í Sjólyst. Umsækjandi og verkefnastjóri: Erna M. Sveinbjarnardóttir. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að kynningarefni um líf og starf Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst [...]