sudurnes.net
Útafakstur á Reykjanesbraut og Sandgerðisvegi - Einn fluttur á HSS - Local Sudurnes
Ökumaður sem var á ferð í bifreið sinni eftir Sandgerðisvegi í fyrrakvöld missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór út af. Vegalengdin frá þeim stað sem bifreiðin fór út af veginum og að henni þar sem hún hafði staðnæmst mældist 67 metrar. Tveir farþegar voru í bifreiðinni og sluppu þeir og ökumaðurinn án meiðsla. Í gær var lögreglunni á Suðurnesjum svo tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut. Bifreið sem var á ferð eftir Reykjanesbrautinni snarhemlaði og ökumaðurinn sem á eftir ók greip til þess ráðs að beygja til hægri til að forðast árekstur. Við það hafnaði bifreið hans utan vegar. Hann kvartaði undan eymslum og var honum ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Loks hafði lögregla afskipti af einum ökumanni vegna gruns um ölvunarakstur. Meira frá SuðurnesjumBrimróður sigraði í Maggalagakeppni Rásar 2Njarðvík og Keflavík fara vel af stað í Inkasso-deildinniGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku hakakrosstöfluFélagaskipti dregin til baka í kjölfar meintrar fölsunarFriðjón lætur af störfumEltu ökumenn uppi á hlaupumPálmi stýrir KadecoHæsta hlut­fall íbúa með er­lent rík­is­fang á Suður­nesj­umFöstudagsÁrni: Það var allt í fokki á Alþingi í vikunniMikill áhugi á Græna iðngarðinum í Helguvík