sudurnes.net
Urta Islandica opnar í Reykjanesbæ - Opið hús um Ljósanæturhelgi - Local Sudurnes
Í tilefni af Ljósanótt ætlar Urta Islandica að vera með foropnun á verslun sinni, við Básveg 10 í Reykjanesbæ, um Ljósanæturhelgina. Fyrirtækið flutti nýlega hluta af starfsemi sinni til Reykjanesbæjar og mun sýna gestum og gangandi húsnæðið og bjóða upp á smakk af framleiðsluvörum þess. Urta Islandica ehf. er Hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig framleiðslu á kryddsöltum. Á Básvegi starfa 5 manns við framleiðslu og pökkun. Allar vörur Urta Islandica eru handpakkaðar. Urta Islandica ehf. framleiðir kryddsölt þar sem íslenskum jurtum og berjum er blandað við salt frá Norðursalt, einnig framleiðir Urta Islandica jurtate úr íslenskum jurtum, sultur og sýróp þar sem uppistaðan eru íslenskar jurtir og lífrænt hráefni. Frekari upplýsingar veitir undirritaður, bendum einnig á vefsíðu okkar http://www.urta.is Meira frá SuðurnesjumLjósanótt: Kynning hjá Pílufélagi ReykjanesbæjarÍbúðir á Ásbrú ruku út – Um 200 manns mættu á opið húsÍslandsmeistaramótið í sprettþraut á laugardaginnHjá Höllu fyrsta Geopark fyrirtækið í flugstöðinniBjóða upp á risa draugahús á HrekkjavökuOpnun þriggja sýninga í Duus SafnahúsumÍslandsbleikja flytur í Sandgerði – Byggja upp nýja vinnslu af fullkomnustu gerðLokanir og skert þjónusta vegna verkfallaSöfnunarstaðir víðsvegar um bæinn á Stóra plokkdeginumLeita tilboða í hraðamyndavélar – “Hugsanlega sett hraðamyndavél á Grindavíkurveg”