sudurnes.net
Úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árás í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Maður sem hefur ítrekað komið við sögu lögreglu allt frá árinu 2020 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Maðurinn er grunaður um svæsna árás sem átti sér stað þann 10. apríl síðastliðinn, í Reykjanesbæ. Er maðurinn grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi í höndina eftir að hafa hótað félaga mannsins. Einnig er hann sagður hafa haft hafnaboltakylfu meðferðis. Maðurinn er erlendur og er í ólöglegri dvöl í landinu, en Útlendingastofnun hafði úrskurðað um brottvísun mannsins þann 4. janúar síðastliðinn. Maðurinn hafi hins vegar ekki orðið við því að yfirgefa landið eins og honum beri að gera., segir á vef DV, sem fjallar ítarlega um málið. Meira frá SuðurnesjumGreiða 150 milljóna aukareikninga vegna StapaskólaÁtjánhundruð vilja æfa og snæða með Ragnheiði SöruFarþegum fjölgar – “Markaður­inn hef­ur mikla trú á flugi til Íslands”Foreldri réðst á 10 ára gamlan leikmann NjarðvíkurRíkið kynnir aðgerðir á Suðurnesjum – Fjórir milljarðar í verkefni á KEFLandsbankinn: Uppsögn Guðmundar hluti af breytingum – Fækkað um 20 á fimm árumNæst mest byggt á SuðurnesjumGrindavíkurbær fær vilyrði fyrir ljósnetiViljayfirlýsing um átak í sköpun tímabundinna starfaHagkvæmt að setja upp sjálfvirk landamærahlið í FLE