sudurnes.net
Upptökur á True detective í Vogum - Local Sudurnes
Í dag standa yfir tökur á sjónvarpsþættinum True detective, sem kvikmyndaframleiðandinn HBO vinnur að og fara þær að hluta til fram innan Sveitarfélagsins Voga. Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í þáttunum, en ekki fylgir sögunni hvort hún sé á svæðinu við tökur. Er þetta stærsta kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp á Íslandi til þessa en eins og íbúar hafa eflaust margir orðið varir við er mikill fjöldi fólks sem er að störfum í tengslum við upptökurnar. Gert er ráð fyrir að tökur muni standa yfir í 1-2 daga. Biðjum við íbúa og sérstaklega vegfarendur um Vatnsleysustrandaveg að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi á meðan tökum stendur, segir á Facebook-síðu sveitarfélagsins.Mynd: Facebook / Sveitarfélagið Vogar Meira frá SuðurnesjumAllt á kafi í snjó í VogumLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaReykjanesbær og Nexis í samstarf – Stuðlar að bættri heilsu og auknum lífsgæðumGrunsamlegar mannaferðir tilkynntar til lögregluÞingmenn hafa ekki fyrir því að svara bæjarstjóra – “Efndirnar láta á sér standa”Hálka á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi – Suðurstrandarvegur ófærSígarettustubbar geta leitt til uppsagnar á leigusamningumÓska eftir aðgerðum gegn hraðakstri eftir að ekið var á barnBreytingar á leiðakerfi standa – “Verður nóg að gera í skutlinu”Taka ekki afstöðu til fullyrðinga um skemmtanahald íbúa bæjarfélagsins [...]