sudurnes.net
Uppbygging á Ásbrú - Mikil útgjöld falla á Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Allt stefnir í að mikill kostnaður vegna uppbyggingar á Ásbrú muni lenda á Reykjanesbæ, en ljóst er að með mikilli fjölgun íbúa á Ásbrúarsvæðinu þarf meðal annars að tryggja að börn fái skólapláss auk þess sem stækka þarf leikskóla. Ekkert af um 10 milljarða króna hagnaði af sölu fasteigna á svæðinu, sem runnið hefur í skaut ríkisins á undanförnum 10 árum, mun verða nýtt til uppbyggingar á svæðinu. Meðferð söluandvirðis allra eigna ríkisins um land allt rennur til ríkissjóðs og þannig er því einnig farið með eignir á gamla varnarsvæðinu, Ásbrú. Benedikt Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um málið á Alþingi á dögunum að ekki yrði gerð undanþága frá þessu varðandi eignir ríkisins á Ásbrú. “Ég mun ekki beita mér fyrir því að gera undanþágu frá þessari reglu í þessu tilviki.” Sagði Benedikt. Kjartan Már: “Mikil og skyndileg útgjöld falla á sveitarfélagið” Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði í pistli á Facebook-síðu sinni á dögunum að Reykjanesbær þyrfti að bregðast við fjölgun á Ásbrú strax í haust. “Reykjanesbær þarf að geta boðið nægan fjölda leikskólaplássa og tekið við nýjum grunnskólanemendum strax í haust.” Sagði Kjartan í Pistli á Facebook-síðu sinni “Því má gera ráð fyrir að mikill og skyndileg útgjöld falli á sveitarfélagið þegar [...]