sudurnes.net
Unnið að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlun - Local Sudurnes
Ragnheiður Elín árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og þrýstihópum Stopp hingað og ekki lengra í gær en markmið hópsins er að knýja fram framkvæmdir á Reykjanesbraut. Ragnheiður Elín sagði eftir fundinn að unnið væri að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlun, sem lögð verður fyrir þingið þegar það kemur aftur saman, þá sagði ráðherrann að brýn þörf væri á að bæta úr þeim öryggisatriðum sem þyrfti í millitíðinni. „Það kom skýrt fram á þessum fundi að ráðuneytið og samgönguyfirvöld eru meðvituð um þessa stöðu og það er mikill áhugi og vilji til þess að leysa það. Ég held það sé ekki síst til að koma þessum málum þannig að það sjái fyrir endann á því og að í millitíðinni verði bætt úr þeim öryggisatriðum sem þarna eru. Það er mjög brýn og knýjandi þörf á að bæta úr, þannig að þetta verði unnið í þessum áföngum,” segir Ragnheiður Elín við Vísi.is “Ég þekki þetta náttúrulega af eigin raun sem íbúi á svæðinu og hef séð aukninguna á umferð þarna, eins og aðrir íbúar. Innanríkisráðherra upplýsti um það á fundinum að það væri í vinnslu í ráðuneytinu að setja þennan part vegarins inn á samgönguáætlun sem er [...]