sudurnes.net
Unnið að listfræðilegri skráningu verka í eigu Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Valgerður Guðmundsdóttir forstöðumaður listasafnsins lagði fram ársskýrslu 2015 og kynnti fyrir menningarráði Reykjanesbæjar á fundi þess þann 10. mars síðastliðinn. Listasafn Reykjanesbæjar er eina listasafnið á Suðurnesjum og sinnir öllum hefðbundnum safnastörfum. Settar voru upp 13 sýningar á vegum safnsins á árinu og safneignin er nú orðin 687 verk. Fram kom í kynningu Valgerðar að safnkosturinn hafi allur verið skráður í Sarp og verkefnaráðinn starfsmaður vann við að fylla betur inn listfræðilega skráningu verkanna. Safnið er með góða vefsíðu og fésbókarsíða er í gangi og safnið stendur fyrir kynningum á íslenskri myndlist í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Útgefnar voru 7 sýningarskrár og þar af ein upp á 60 síður. Listasafnið stýrði verkefnunum Listahátíð barna, List án landamæra og Listaskólanum. Meira frá SuðurnesjumVíðismenn söfnuðu fyrir fjölskyldu Jóhannesar Hilmars – Frábær mæting á völlinnKynna Suðurnesjamódelið á fundi Sameinuðu þjóðannaStöðva heimsóknir til íbúa HrafnistuheimilannaVíðir-Reynir á fimmtudag: Ágóði af miðasölu til styrktar fjölskyldu Jóhannesar HilmarsBleikja úr Sandgerði komin í verslanir erlendis á innan við sólarhringBlása til veislu í tilefni afmælis – Öllum bæjarbúum boðið að taka þáttVelta á fasteignamarkaði þrefaldast á milli ára – 118 samningum þinglýst í júníGamalt og gott: Grindavík á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli MarsSvíar vilja læra af Reykjanesbæ í læsismálumHluti Keflavíkurhverfis [...]