sudurnes.net
Unnar Steinn skipaður verjandi Sævars Ciesielskis - Local Sudurnes
Hæstaréttarlögmaðurinn Unnar Steinn Bjarndal hefur verið skipaður verjandi Sævars Ciesielskis í einu umtalaðasta sakamáli fyrr og síðar á Íslandi, Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti á næstu mánuðum. Unnar Steinn segist, í Samtali við Vísi, munu leggja sig allan fram við að berjast fyrir þeim málstað sem Sævar barðist fyrir, auk þess sem mögulegt sé að varpað verði ljósi á nýjar hliðar á málinu. „Það er alveg ljóst að margvísleg gögn geta enn ratað inn í málið jafnvel þótt liðinn sé langur tími og því ekki hægt að útiloka að það verði varpað ljósi á nýjar hliðar málsins.“ Segir Unnar Steinn. „Tilfinning mín fyrir hans málarekstri er sú að þarna fór maður sem barðist fyrir sakleysi sínu allt til síðasta dags. Ég mun leggja mig allan fram við að berjast fyrir þeim málstað sem Sævar barðist fyrir og margir trúðu á og það geri ég auðvitað líka,“ segir Unnar Steinn í samtali við Vísi.is. Meira frá SuðurnesjumBöðvar með tölfræðina á tæru – Guðbrandur kom af fjöllumAlexander Aron til Þróttar VogumÍbúar þreyttir á lausagöngu katta – Eiganda ber að greiða tjón sem kettir valdaPúsluspil að taka þátt í stjórnmálum ásamt því að sinna fjölskyldu og vinnuForsetinn flokkar [...]