sudurnes.net
Unnar Steinn hættur sem verjandi Sævars Ciesielski - Local Sudurnes
Hæstaréttarlögmaðurinn Unnar Steinn Bjarndal hefur hætt störfum sem verjandi Sævars Ciesielski við endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Unnar Steinn hættir störfum að beiðni fjölskyldu Sævars, en hann var skipaður af hæstarétti í september síðastliðnum. Oddgeir Einarsson hefur tekið við málinu af Unnari Steini, samkvæmt frétt Vísis.is. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars við Vísi.is. Meira frá SuðurnesjumTeknir með umtalsvert magn af þýfi – Ekki nógu sterkir til að stela öllu sem þeir vilduFimm handteknir eftir árekstur í SandgerðiVill að Reykjanesbær taki á móti öllum flóttamönnum – “Úr takti við raunveruleikann”Bjóða upp á sérhæfð foreldrafærninámskeið fyrir flóttafólkEinungis 8 milljónir nýttar á Suðurnesjum – Sky lagoon stakk Bláa lónið afTveir báðu um að fá að kúra á lögreglustöðBílvelta á Reykjanesbraut og árekstur á GrindavíkurvegiLandslið tónlistarmanna treður upp á árshátíð ReykjanesbæjarBrunalykt og bilað mengunarmælitæki eftir gangsetningu kísilversSuðurnesjamenn veðsetja eignir sínar mest allra