sudurnes.net
Ungur ökumaður stöðvaður á 123 km. hraða á Njarðarbraut - Local Sudurnes
Ungur ökumaður mældist aka á 123 km. hraða á Njarðarbraut í Njarðvík þar sem hámarkshraði er 50 km. á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og þarf að auki að greiða 130.000 króna fjársekt. Þá fær hann þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Vegna ungs aldurs hans gerði lögreglan á Suðurnesjum barnavernd viðvart um málið. Auk ökumannsins unga voru sextán ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Fáeinir til viðbótar óku án ökuréttinda og nokkuð var um stöðvunarskyldubrot. Meira frá SuðurnesjumSektaður um 230 þúsund krónur vegna hraðaksturs17 ára ökumaður á mældist á 159 km. hraðaSviptur ökuréttindum eftir glæfraakstur á ReykjanesbrautÖlvaður ók á móti umferð á ReykjanesbrautFlestir aka yfir hámarkshraða á ReykjanesbrautFær 250.000 króna sekt fyrir hraðaksturUndir áhrifum fíkniefna á 192 kílómetra hraðaErlendur ferðamaður á hraðferð fékk 100 þúsund króna sektSinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu – Aka þurfti lögreglubifreið utan í bifreiðinaÁ von á 130 þúsund króna sekt eftir hraðakstur