sudurnes.net
Unglingastig Holtaskóla flyst í Hljómahöll - Local Sudurnes
Ákveðið hefur verið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur í Holtaskóla. Til þess að flýta fyrir framkvæmdum og til að tryggja nemendum og starfsfólki heilsusamlegt vinnuumhverfi munu 8.-10. bekkir skólans hafa tímabundið aðsetur í Hljómahöll og Tónlistarskólanum út þetta skólaár. Holtaskóli mun nýta salina Merkines og Berg ásamt kennslustofum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Áfram verður óbreytt starfsemi í Stapa og hægt að bóka hann undir hvers konar viðburði. Þá verður Rokksafn Íslands áfram opið en opnunartími safnsins er frá kl. 11:00-18:00. Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar helst einnig óskert. Meira frá SuðurnesjumUmhverfis- og samgöngunefnd heldur opinn fund um málefni United SiliconVíðavangshlaup í Grindavík á sumardaginn fyrsta – Vegleg verðlaun og frítt í sundRýmri opnunartími fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundarHluta Garðskagavegar lokað vegna framkvæmdaBörn hafa forgang við notkun sparkvallaArnór Ingvi í landsliðshópnum en Ingvar hvílirStarfsleyfi Thorsil fellt úr gildi vegna formgalla á auglýsinguDagur um málefni fjölskyldunnar í Fjölskyldusetrinu 12. marsÞremur sýningum lýkur á sunnudag – Ókeypis aðgangurLeita að rekstraraðila fyrir Aðventusvellið