Nýjast á Local Suðurnes

Ungbarn ekki þjónustað á HSS þar sem faðirinn starfar á KEF

Foreldrum með veikt fimm mánaða gamalt barn var meinaður aðgangur að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem faðir þess vinnur á Keflavíkurflugvelli. Barnið hefur einkenni flensu.

Fjölskyldumeðlimur staðfesti þetta í samtali við sudurnes.net og sagði að það sama hafi verið uppi á teningnum þegar haft var samband við Barnaspítala Hringsins. Ástæða þess að barnið fær hvorki þjónustu á HSS né barnaspítalanum er sú að faðir þess hefur samskipti við ferðamenn á Keflavíkurflugvelli að atvinnu.

Uppfært 2. mars:

Frá ritstjóra: Rétt er að taka fram að við vinnslu fréttarinnar var rætt við tvo fjölskyldumeðlimi sem höfðu sömu sögu að segja, þá sem birt er hér fyrir ofan. Þá er einnig rétt að fram komi að starfsmenn HSS höfðu samband eftir birtingu fréttarinnar og sögðu hana ranga. Viðkomandi starfsmenn gátu/máttu eða vildu þó ekki gefa upplýsingar um hvað væri rangt í fréttinni, né koma fram undir nafni. Þá er einnig rétt að það komi fram að ávallt er reynt að hafa samband við þá sem hlut eiga að máli við vinnslu frétta, HSS hefur hins vegar aldrei svarað fyrirspurnum frá Suðunes.net og því var ekki reynt að hafa samband við stjórnendur stofnunarinnar vegna þessa og fréttinni því haldið í birtingu.

Hér má sjá aðra frétt um málið.