Nýjast á Local Suðurnes

Undirskriftarsöfnun vegna kísilvera ekki í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög

Undirskriftasöfnun sem Andstæðingar stóriðju í Helguvík stóðu fyrir og afhentu bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ um miðjan febrúar getur ekki orðið grundvöllur íbúakosninga um framtíð kísilvera í sveitarfélaginu. Um 2700 manns settu nafn sitt á listann eða um 20% íbúa sveitarfélagsins.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar frá því í morgun, en þar segir að þar sem undirskriftarsöfnunin sé ekki í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og reglugerðar um íbúakosningar nr. 155/2013 getur hún ekki orðið grundvöllur íbúakosninga. Ekki er nánar tilgreint hvers vegna undirskriftasöfnunin standist ekki umrædd lög og reglugerðir og ekki náðist í forsvarsmenn sveitarfélagsins við vinnslu fréttarinnar.