Nýjast á Local Suðurnes

Undirskriftalisti vegna öryggisvistunar – Algjörlega óviðunandi staðsetning

Tæplega 500 manns hafa, á tæpum sólarhring, sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem mótmælt er harðlega þeim áformum Félagsmálaráðuneytisins og Reykjanesbæjar að byggja og reka öryggivistun fyrir ósakhæfa einstaklinga í nýju hverfi, Dalshverfi 3. Íbúar í Innri-Njarðvík telja úrræðið vera staðsett of nærri byggð.

Töluverð umræða hefur verið um málið á íbúasíðum á samfélagsmiðlum og er hún nánast á einn veg, íbúar telja umrædda staðsetningu ekki henta og benda á vandræði með slík úrræði í Reykjavík og á Akureyri. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur sagt, í umræðum á sama vettvangi að málið verði kynnt fyrir íbúum þegar nær dregur byggingu. Lóðaúthlutun til ráðuneytisins hefur þegar verið samþykkt.

“Við Íbúar Innri Njarðvíkur höfum miklar áhyggjur vegna þess í ljósi þess að ítrekað hefur verið vandamál með að fólk hefur sloppið frá öryggisgæslufólki og beitt börnum og fullorðnum ofbeldi bæði íhöfuðborginni og Akureyri og nú hyggst ríkið að þjónusta alla á landinu sem þess þurfa með vistun í Dalshverfi 3. Þetta er algjörlega óviðunandi í ljósi þess hversu margar barnafjölskyldur og hversu mörg börn eru í hverfinu.” Segir meðal annars í kynningu á undirskriftalistanum sem finna má hér.