sudurnes.net
Undirrituðu samstarfssamning við Samtökin 78 - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning til handa nemendum og starfsfólki sveitarfélagsins sem starfa með börnum og ungmennum í sínu daglega skóla- íþrótta- og tómstundastarfi. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og samkvæmt hagsmunasamtökum hinsegin fólks hefur áreitni, hatursorðræða og ofbeldi í garð hinsegin fólks á Íslandi aukist undanfarin misseri. Mikilvægt er að bregðast við þessu með aukinni fræðslu og þar vill Reykjanesbær stíga nauðsynleg skref í takt við meginstef grunnstefnu og menntastefnu Reykjanesbæjar – Í krafti fjölbreytileikans, með því að efla fræðslu um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir forseti bæjarstjórnar, Valgerður Björk Pálsdóttir bæjarfulltrúi og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 skrifuðu undir samninginn í Fjörheimum í Reykjanesbæ. Meira frá SuðurnesjumVill meira fjármagn til Suðurnesja: “Reiknilíkön sem ráðuneyti notast við ganga ekki upp”Árni Árna með geislavirkan föstudagspistilTekinn með troðfulla tösku af sígarettum – Söluverðmætið um ein milljón krónaBæjarstjóri vill kíkja í kaffi – Vinnustaðaheimsóknir í boðiRagnhildur L. Guðmundsdóttir: “Hef brennandi áhuga á stjórnmálum og vil láta gott af mér leiða”Ellert Eiríksson sæmdur Gullheiðursmerki KeflavíkurTæplega 8 milljónir munu fara í gegnum KEFGuðmundi gekk best í SuðurkjördæmiFöstudagsÁrni er fordómalaus en pólitískur – Að [...]