Nýjast á Local Suðurnes

Umsækjendur um alþjóðlega vernd óska eftir fjárstuðningi

Mynd: Facebook / Refugees in Iceland

Umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi sem hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum á Austurvelli segjast ekki verða hættir mótmælum þó þau hafi verið stöðvuð um tíma af öryggisástæðum. Hópurinn hefur biðlað til fólks um aðstoð, þar á meðal fjárhagslega.

Hópurinn óskar einnig eftir mat, lyfjum og kaffi auk þess sem fólk er hvatt til að senda réf til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eða til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til að óska eftir að samningaviðræður hefjist milli ríkis og hælisleitenda.

Helsta krafa mótmælenda er sú að úrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú verði lokað.