Nýjast á Local Suðurnes

Umræður á Alþingi um aukna viðveru hersins – “Herinn skildi eft­ir sam­fé­lag í sár­um”

Viðvera bandaríska hersins hér á landi hef­ur verið til umræðu að und­an­förnu eft­ir að fréttamiðill­ hersins, Stars and Stripes birti fréttir þess efnis að herinn hyggðist leggja tæplega 3 milljarða króna í breyt­ing­ar á flug­skýli á Kefla­vík­ur­flug­velli til þess að hægt verði að koma þar fyr­ir P-8 Poseidon eft­ir­lits­flug­vél­um.

Umræður um aukna viðveru banda­rísks herliðs á Kefla­vík­ur­flug­velli fara nú fram á Alþingi, þar benti ut­an­rík­is­ráðherra, Gunn­ar Bragi Sveins­son, á að flug rúss­neskra herflug­véla við Ísland hafi auk­ist mjög að und­an­förnu. Hafa rúss­nesk­ar hervél­ar t.a.m. flogið upp að land­inu alls 48 sinn­um á tíma­bil­inu 2006 til 2015 og eru um­rædd­ar vél­ar sam­tals 107 tals­ins.

Þá sagði ráðherrann að í ljósi breyttra ör­yggisaðstæðna í Evr­ópu, væri fyllsta ástæða til þess að fylgj­ast með ferðum [rússneskra] kaf­báta, meðal ann­ars frá Íslandi.

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartr­ar framtíðar tók einnig til máls og var meðal annars ekki sáttur við viðskilnað hersins árið 2006.

„Ég lít ekki svo á að þeirra viðskilnaður við okk­ar land árið 2006 hafi verið góður eða til fyr­ir­mynd­ar. Hann skildi eft­ir sam­fé­lag suður með sjó sem var í sár­um, lamað – gríðarlega mikið at­vinnu­leysi. Ég er ekki bú­inn að gleyma þeirri sögu allri,“ sagði þingmaður­inn í ræðu sinni.

„Banda­ríkja­menn eru ekki að hugsa um hags­muni Íslend­inga eða verja þá sér­stak­lega. Þeir gæta hags­muna sinna og ein­göngu sinna.“ Sagði þingmaðurinn.