sudurnes.net
Umhverfis- og samgöngunefnd heldur opinn fund um málefni United Silicon - Local Sudurnes
Umhverfis- og samgöngunefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 5. apríl kl. 9.30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. Gestir á fundinum verða: Björt Ólafsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra, Helgi Þórhallsson forstjóri, Kristleifur Andrésson og Þórður Magnússon, frá United Silicon. Þá munu fulltrúar frá Íbúasamtökum á Reykjanesi, bæjarráði Reykjanesbæjar og Umhverfisstofnun sitja fundinn. Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Meira frá SuðurnesjumBein útsending frá opnum fundi um málefni United SiliconBoða sérfræðinga í loftgæðamálum á sinn fundNauðsynlegt að verksmiðja USi sé í gangi á meðan úttekt fer framFulltrúar United Silicon funduðu með bæjarráði – “Staðan er mun skýrari heldur en áður”Reykjanesbær boðar Umhverfisstofnun á fund – “Munum ekki styðja rekstur sem skaðar íbúa”Bæjarráð Reykjanesbæjar vill fund með Umhverfisstofnun vegna United SiliconUnited Silicon: 30 milljónir í ríkisaðstoð á tveimur árum – Ekki nýtt afslætti frá ReykjanesbæViðhaldsstopp hjá United Silicon – Ofninn keyrður upp klukkan 15 í dagStöðva ljósbogaofn United Silicon vegna viðhalds – Uppkeyrsla fyrirhuguð í dagFundur um fornleifar á Reykjanesskaganum