Nýjast á Local Suðurnes

Umferðartafir á Reykjanesbraut vegna eftirlits lögreglu

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Töluverðar tafir hafa verið á umferð um Reykjanesbraut í morgun vegna eftirlits lögreglu, en allir ökumenn á leið til Reykjavíkur hafa verið látnir blása í áfengismæla.

Ökumenn mega því búa sig undir að vera örlítið lengur á leiðinni í höfuðborgina, en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra á Suðurnesjum er hefðbundið umferðareftirlit í gangi sem veldur þessum töfum.