Nýjast á Local Suðurnes

Umfangsmikil leit að fólki við Keili

Um­fangs­mik­il leit björg­un­ar­sveita stend­ur yfir á Reykja­nesskaga í grennd við Keili, þar sem karl og kona eru týnd. Aðstoð er að ber­ast frá höfuðborg­ar­svæðinu og búið er að ræsa þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Har­ald­ur Har­alds­son svæðis­stjóri björg­un­ar­sveita á Suður­nesj­um staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is, en í frétt miðilsins kemur fram að um sé að ræða starfsfólk Veðurstofunnar, sem unnið hefur við rannsóknir á svæðinu.

Þeir síðustu sem sáu til ann­ars þeirra voru frétta­menn mbl.is á staðnum. Mögu­legt er að þriðji aðili sé einnig týnd­ur, segir einnig í frétt mbl.is.