sudurnes.net
Um 900 skjálftar frá miðnætti - Local Sudurnes
Skjálftavirkni hefur verið stöðug síðan 11. nóvember og hafa um 900 skjálftar mælst frá miðnætti í dag 13. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurstofu, en þar segir að skjálftavirkni sé dreifð um suðurhluta gangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um 2-5 km dýpi. Enn mælist hæg minnkandi aflögun við Grindavík. Gliðnun er mest við miðju gangsins við Sundhnúk þar sem megin uppstreymissvæði kviku er talið vera. Það er mat Veðurstofunnar að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Fylgst er gaumgæfilega með öllum mælakerfum í rauntíma, sér í lagi við Grindavík, sem gætu bent til breytinga á stöðunni. Vakt Veðurstofunnar einbeitir sér sérstaklega að svæðinu í og við Grindavík og heldur úti sérstakri vöktun fyrir viðbragðsaðila sem sinna aðgerðum á staðnum. Myndir: Veðurstofan Meira frá SuðurnesjumPlokkað á laugardag – Reykjanesbær og Blái herinn taka höndum samanÁætlun vegna mats á umhverfisáhrifum á stækkun Keflavíkurflugvallar í kynninguKeppast við að birta myndir af skólamat í vinsældum Facebook-hópSkrúðganga og skemmtidagskrá í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrstaHafnarfjarðarbær semur við SkólamatSandgerði og Garður áfram í samstarfi – Bæta við starfsmanniÍslandsmeistaramótið í sprettþraut á laugardaginnStækka Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju70 milljóna eign á sölu – Miklir möguleikar eftir breytingar á deiliskipulagiLoka hluta Hringbrautar [...]