Nýjast á Local Suðurnes

Um 700 umsagnir um veggjaldaáætlun – 93% andvíg áætluninni

Heildarfjöldi umsagna vegna veggjaldaáætlunar ríkisstjórnarinnar og samgönguáætlunar er nú 773, tæplega 70 umsagnir bárust um samgönguáætlunina sjálfa og um 700 um veggjaldaáætlun. 93% þeirra sem hafa skilað inn umsögn eru andvíg veggjaldaáætlun meirihlutans á meðan 7% styðja veggjaldaáætlunina.

Þetta kemur fram í Facebookuppfærslu Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata, en hann opnaði vefsíðu sem auðveldaði fólki að skila inn umsögn, hvort sem það er á með eða á móti áætluninni. Í stöðuuppfærslu þingmannsins kemur fram að enn sé hægt að skila inn umsögn, bæði um veggjaldaáætlunina og samgönguáætlunina.