Nýjast á Local Suðurnes

Um 500 manns komu í fjöldahjálparmiðstöð

Tæplega 200 manns gistu í fjölda­hjálp­armiðstöð Rauða kross­ins í íþrótta­hús­inu við Sunnu­braut í Reykja­nes­bæ í nótt en alls komu um 500 manns í hjálp­armiðstöðina.

Fjölda­hjálp­armiðstöðin var opnuð um klukk­an 21 í gær­kvöldi vegna ástands­ins á Reykja­nes­braut og Keflavíkurflugvelli.

Rauði krossinn hafði yfirumsjón með verkefninu, sem þótti takast vel og naut aðstoðar björgunarsveita og starfsfólks Icelandair. Samkvæmt fréttum er verkefnið það stærsta sem Rauði krossinn hefur ráðist í á Suðurnesjum.

Mynd: Rauði krossinn