sudurnes.net
Um 15.000 hafa horft á þrjú myndbönd Stopp-hópsins - Local Sudurnes
Framkvæmdahópur “Stopp-hingað og ekki lengra!” hefur að undanförnu unnið að gerð myndbanda, þar sem rætt er við fólk sem lent hefur í umferðarslysum á Reykjanesbraut og hafa myndböndun verið birt á Facebook-síðu hópsins. Um fimmtán þúsund manns hafa horft á fyrstu þrjú myndböndin sem birt hafa verið á síðunni og finna má hér fyrir neðan. Á síðunni er fólk hvatt til að deila myndböndunum. Við hvetjum alla þá sem vilja leggja málstaðnum lið að deila þessu myndskeiði jafnt sem og hinum sem koma til með að birtast á næstu dögum. Saman þá getum við þrýst á stjórnvöld að tvöfalda Reykjanesbrautina og þannig fjárfesta í mannslífum. Segir í texta undir myndböndunum. Það er Davíð Örn Óskarsson hjá Grafíksmíði sem sér um leikstjórn, klippingu og framleiðslu myndbanda Stopp hópsins. Meira frá SuðurnesjumKFR tók Víði í kennslustund í fótbolta – Reynir með sigur á KáraSöfnun Keflvíkinga gekk vel – Sleppa við nektarhlaupRagnheiður Sara efst eftir dag 1 – 20.000 manns horfðu á keppnina í beinniPétur Örn nýr framkvæmdastjóri Lotu – Koma að fjölmörgum verkefnum á SuðurnesjumHandtaka á Suðurnesjum – Hélt úti vefsíðu sem sýndi börn í kynferðislegum tilgangiBæjarstjóri biðst afsökunar á herbergisleiguTóku þátt í risa björgunaræfingu á FaxaflóaLandsliðsþjálfari Austurríkis stjórnar Vogabúum í bikarkeppni HSÍBirta [...]