sudurnes.net
Um 10 þúsund manns í grennd við gosstöðvarnar - Local Sudurnes
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, greindi frá því í kvöldfréttum RÚV að um 10.000 manns væru staddir í grennd við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Hann varar fólk við að fara á gosstöðvarnar strax, og sagði að unnið sé að því að gera aðgengi betra. Um það bil tíu þúsund símar fengu viðvörunarskilaboð í dag vegna eldgossins og því ljóst að þúsundir manna eru í grennd við gosið. „Í dag sendum við út SMS þar sem við vorum að fólk við að mæta á staðinn. Þar sem vorum að meta stöðuna, og við erum í raun enn þá að meta hana. Það voru um það bil átta þúsund símar sem fengu þessi skilaboð, þannig það eru einhverjir þúsundir manna þarna á svæðinu. Helmingurinn er með erlend símanúmer.“ Sagði Víðir á blaðamannafundi Almannavarna í dag, sú tala var komin upp í 10.000 skilaboð þegar rætt var við Víði í kvöldfréttum RÚV. Meira frá SuðurnesjumByrjað á framkvæmdum við heitavatnslögnStikuðu þægilega gönguleið að gosinuLögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á kókaín fyrir hálfan milljarð krónaKeypti skilríki í Svíþjóð og reyndi að komast til ÍslandsGuirado skoraði sigurmark Grindavíkur gegn BÍMilljarður rís í Hljómahöll – Fólk hvatt til að mæta með “fokk ofbeldi” húfurnarÁtak gegn óleyfisbúsetu í [...]