sudurnes.net
Tvöföldun Reykjanesbrautar boðin út á næsta ári - Local Sudurnes
Tvöföldun áá 5,6 kílómetra kafla Reykjanesbrautar, á milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verður boðin út eftir áramót. Upphaflega átti að bjóða verkið út á síðasta ári en ýmsar ástæður eru fyrir töfum sem orðið hafa á útboðinu. þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar sagði ráðherrann meðal annars að ekki væri verið að tefja tvöföldunina. Það hafa allskyns breytingar komið upp sem þurfti að bregðast við, meðal annars skipulagsmál og mál tengd landeigendum, sagði ráðherrann í þættinum. “Við þurfum að halda að okkur fjármunum og verðin hækkuðu um fjörutíu prósent. Þannig að við gátum ekki boðið þetta út í haust, eins og til stóð. En Reykjanesbrautin verður boðin út eftir áramót, þessi kafli; Krýsuvík – Hvassahraun,“ sagði Sigurður Ingi. Meira frá SuðurnesjumHættuleg gatnamót við Hringbraut – Ljósin til en ekki fjármagnið til að setja þau uppÁ fimmta tug kynferðisbrotamála til rannsóknar á síðasta áriVilja funda vegna flóttamanna – Engin sveitarfélög sýnt áhuga á að sinna þessu verkefniFækkun flóttafólks gæti tekið langan tímaMikið um skemmdarverk – Foreldrar ræði við börn sínVatnsnes lýst uppMögulegt að gæludýr verði leyfð í strætóAtvinnuleysi komið yfir 20 prósentinMikilvægt að vel takist til við heildaruppbyggingu alþjóðaflugvallarinsGríðarleg aukning ökutækja [...]