sudurnes.net
Tvöfalda Reykjanesbraut að Hvassahrauni - Lítið framkvæmt á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Alþingi samþykkti á dögunum þingsályktunartillögu um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda þar sem 6,5 milljörðum króna verður varið í samgöngumál, 550 milljónir í uppbyggingu fjarskiptakerfa og 300 milljónir til byggðamála til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þær framkvæmdir sem ráðist verður í og tengjast Suðurnesjasvæðinu eru tvöföldun Reykjanesbrautar að Hvassahrauni auk hafnarframkvæmda í Sandgerði og lagfæringa á sjóvarnargörðum í Njarðvík og Keflavík. Þá var ákveðið að 200 milljónir kr. rynnu aukalega í sóknaráætlanir landshluta. Hægt er að sækja um styrki úr sjóðunum til menningarstarfsemi annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar á landsbyggðinni hins vegar. Markmiðið er að ráðstöfun fjármuna úr sóknaráætlunum sé varið til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á áherslum heimamanna. Meira frá SuðurnesjumHafa varið rúmlega 200 milljónum króna í sérfræðiráðgjöfLeggja hundruð milljóna í uppbyggingu útivistarsvæðaTæplega 200 í einangrunHægt að spara allt að 30% með því að skipuleggja innkaupin réttHefja samstarf um fjölþætta heilsueflingu fyrir eldri borgaraFá ekki leyfi til að reisa gistiaðstöðu fyrir erlent starfsfólk15 milljónir til Suðurnesja vegna þrots WOW550 milljóna fjárveiting vegna viðgerða á húsnæði MyllubakkaskólaAkurskóli og Holtaskóli sigruðu sundkeppni grunnskólannaSamherji hefur varið tugum milljóna í rannsóknir í Helguvík