Nýjast á Local Suðurnes

Tvö fjórhjólaslys á Suðurnesjum

Myndin tengist fréttinni ekki neitt nema að því leiti að á henni er fjórhjól

Lög­regl­unni á Suðurnesjum barst í gær til­kynn­ing um fjór­hjóla­slys við Hóps­nes. Er­lend­ur ferðamaður hafði misst stjórn á hjól­inu með þeim af­leiðing­um að hann hand­leggs­brotnaði í slys­inu.

Er þetta annað fjór­hjóla­slysið í um­dæm­inu í vik­unni. Í hinu fyrra var tvennt á hjól­inu. Ökumaður­inn hafði misst stjórn á hjól­inu með þeim af­leiðing­um að það valt yfir bæði öku­mann og farþega. Fólk­inu var komið und­ir lækn­is­hend­ur en meiðslin eru ekki al­var­leg.