Nýjast á Local Suðurnes

Tvítugar Dúndurfréttir með tónleika í Hljómahöll

Hljómsveitin Dúndurfréttir fagnar á þessu ári 20 ára afmæli. Dúndurfréttir hafa flutt lög sveita á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep.

Hljómsveitin hefur síðustu ár haldið stóra tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar sem fluttar hafa verið í heild sinni plötur Pink Floyd, Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall. The Wall var flutt fjórum sinnum fyrir fullu húsi með sinfóníuhljómsveit og voru tónleikarnir gefnir út á DVD.

Á tónleikum haustsins mun hljómsveitin leika klassískt rokk eins og það gerist best. Hljómsveitin mun koma fram í Hljómahöllinni þann 15. október næstkomadi og mun húsið opna klukkan 20:00. Tónleikarnir hefjast svo á slaginu kl. 21:00.

Hljómsveitina skipa: Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Einar Þór Jóhannsson, Ólafur Hólm og Ingimundur Óskarsson.