Nýjast á Local Suðurnes

Tveir Suðurnesjamenn á meðal þeirra launahæstu

Viðskiptablaðið birti á dögunum lista yfir 32 launahæstu íþróttamenn Íslands árið 2019. Ekki kemur á óvart að langflestir þeirra stunda knattspyrnu að atvinnu og trónir Gylfi Sigurðsson, leikmaður Everton, á toppnum með litlar 750 milljónir króna í árslaulaun.

Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö, náði á listann, en samkvæmt úttektinni þénaði hann 30 milljónur króna á síðasta ári og endaði þannig í 30. sæti listans. Fyrrum leikmaður Grindavíkur, Andri Rúnar Bjarnason, náði rétt upp fyrir Arnór Ingva í 29. sætið með 35 milljónir króna í árslaun.