Nýjast á Local Suðurnes

Tveir snarpir og 40 eftirskjálftar við Grindavík

Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.

Skjálftarnir eiga upptök sín rétt norðan Grindavíkur, skammt frá Bláa lóninu. Þeir fundust báðir vel í Grindavík og í Reykjanesbæ.

Fram kemur í máli náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands að um fjörutíu smærri eftirskjálftar hafi mælst.