Nýjast á Local Suðurnes

Tveir snarpir aðfangadagsskjálftar

Tveir nokkuð snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga rétt eftir klukkan 15 í dag. Fyrri skjálftinn mældist af stærðinni 4,7 og skömmu síðar kom snöggur kippur upp á 3,5 að stærð. Frá um klukkan 13:30 hafa átta skjálftar mælst af stærðinni þrír eða stærri, og alls yfir tvö þúsund skjálftar frá miðnætti.

Skjálftarnir mældust á um 3,3 kílómetra dýpi, sem er nokkuð grynnra en undanfarið í þessari hrinu.