Nýjast á Local Suðurnes

Tvær milljónir í ferðatékkum til KFC í Reykjanesbæ

Ferðatékkinn, gjafabréf ríkisstjórnar til allra einstaklinga sem náð hafa 18 ára aldri, er lítið nýttur á Suðurnesjum sé miðað við aðra landshluta, en einungis um níu milljónir króna hafa skilað sér í kassa Suðurnesjafyrirtækja hingað til. Þau svæði sem oft er miðað við, Suðurland og Austfirðir, hafa hinsvegar náð að hala inn yfir 20 milljónum króna hvor landshluti.

Upphæðin sem verslað hefur verið fyrir hér á svæðinu hefur að mestu skilað sér á tvær hendur, Bláa lónið hefur fengið um sex milljónir króna í sinn hlut og skyndibitakeðjan KFC hefur halað inn tæplega tveimur milljónum króna. Önnur fyrirtæki hafa nælt í undir milljón, en þar má meðal annars nefna Hótel Keflavík, bílaleigurnar Happy Campers og CC Cars auk veitingastaðsnna Langbest og Fishhouse.