Nýjast á Local Suðurnes

Tvær bílveltur á Reykjanesbraut

Það hefur verið í nógu að snúast hjá lögreglumönnum á Suðurnesjum yfir hátíðirnar en talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvær bíl­velt­ur urðu á Reykja­nes­braut. Í öðru til­vik­inu þurfti að klippa öku­mann og farþega úr bif­reiðinni og voru þeir flutt­ir á bráðamót­töku Land­spít­ala. Meiðsl þeirra reynd­ust sem bet­ur fer ekki al­var­leg, segir á vef mbl.is

Þá urðu tvö óhöpp við framúrakst­ur, einnig á Reykja­nes­braut, en eng­in slys urðu á fólki. Í öðru til­vik­inu ók ökumaður á bif­reiðina sem hann hugðist taka fram úr og stakk svo af. Bif­reiðin snér­ist á veg­in­um við árekst­ur­inn og endaði á vegriði.