sudurnes.net
Tuttuguþúsundasti íbúinn fæddur - 33% fjölgun á sex árum - Local Sudurnes
Þann 4. ágúst síðastliðinn fæddist lítill drengur á Landspítalanum og var hann tuttuguþúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Hann er fyrsta barn foreldra sinna, þeirra Sigríðar Guðbrandsdóttur og Sigurbergs Bjarnasonar. Kjartan Már bæjarstóri heimsótti litlu fjölskylduna á dögunum í tilefni þessara tímamóta og færði þeim lítið „Kríli“ eftir listakonuna Línu Rut. Litli drengurinn dafnar vel að sögn foreldrana sem eru spennt fyrir nýju hlutverki. Í dag tæpum mánuði síðar er íbúafjöldi sveitarfélagsins kominn í 20.116. Það er því ljóst að íbúum Reykjanesbæjar heldur áfram að fjölga jafnt og þétt. Til gamans má geta að þá fæddist fimmtánþúsundasti íbúinn í lok júlí árið 2015 sem gerir 33% fjölgun á síðastliðnum 6 árum. Meira frá SuðurnesjumHeilsu- og forvarnarvika hefst í Reykjanesbæ í lok septemberStöðug fjölgun íbúa í GrindavíkVinasetrinu verður lokað um áramót – Um 30 börn dvelja á heimilinu um helgarÞrettándagleði með hefðbundnum hættiYfir 50 viðburðir á dagskrá hjá menningarstofnunum ReykjanesbæjarRáðuneytið óskar eftir því að Gerðaskóli hætti að nota hvíldarherbergiHalda bæjarhátíð í SuðurnesjabæYfir 150 viðburðir skráðir á Ljósanótt – Sex daga hátíðarhöldHalda tónleika til styrktar Minningarsjóðs ÖllaBarnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman á ný í Menningarvikunni