Nýjast á Local Suðurnes

Tuttugu kvartanir vegna lyktamengunar um helgina

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tuttugu ábendingar um lyktamengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík bárust Umhverfisstofnun um helgina.

Upp kom bilun í töppunarbúnaði á laugardagskvöld svo að kæla þurfti ofn verksmiðjunnar. Því var slökkt á honum í nokkra klukkutíma.

„Ofninn er kominn í gang en er ekki á fullu álagi. Við vonumst til þess að þetta sé yfirstaðið. Það var bras í gær en ofninn er í gangi,“ segir Kristleifur Andrésson, öryggis- og umhverfisstjóri fyrirtækisins við RÚV.

Kristleifur segir uppkeyslu á ofninum síðan 21. maí hafa gengið vel. „Það hefur ekkert komið okkur á óvart þannig að þetta hefur allt gengið samkvæmt planinu sem sett var upp. Það getur alltaf gerast að upp komi bilanir og hnökrar.“