Nýjast á Local Suðurnes

Tugmilljóna innspýting komi skemmtiferðaskip til Suðurnesja

Langflestir þeirra ferðamsnna sem komu með skemmtiferðaskipum hingað til lands fóru land á Íslandi og eyddu að jafnaði um 18 þúsund krónum í hverri höfn.

Reykjaneshöfn markaðssetur nú Suðurnesin sem fýsilegan kost fyrir skemmtiferðaskip í samstarfi við Sóknaráætlun Suðurnesja og hafnirnar í Sandgerði og Grindavík.

Reykjaneshöfn gerir ráð fyrir að ná hingað allt að þremur minni skemmtiferðaskipum sem flytja um 1.000 farþega í heildina. Sé miðað við að hver farþegi eyði um 18.000 krónum í hverri höfn gætu verslanir, veitingahús og þjónustuaðilar átt von á tugmilljóna innspýtingu.