sudurnes.net
Tugir teknir á of miklum hraða - Nældu í vel á aðra milljón í ríkiskassann - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært um 40 ökumenn fyrir of hraðan akstur það sem af er vikunni. Flestir voru staðnir að verki á Sunnubraut í Reykjanesbæ. Einn sem ók á meira en tvöföldum hámarkshraða var sviptur ökuleyti til bráðabirgða á staðnum. Þá voru ökumenn einnig staðnir að hraðakstri á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Miðað við sektarreikni samgöngustofu hefur lögregla með þessu átaki nælt í vel á aðra milljón króna í ríkiskassann, en lágmarkshraðasektir hafa hækkað töluvert undanfarið. Lágmarkssekt er þannig 10.000 krónur, sem hækka hratt eftir því sem kílómetrarnir bætast við. Þá má sá ökumaður sem ók á tvöföldum hámarkshraða um Sunnubraut eiga von á um 100.000 króna sekt og um 130.000 króna sekt bíður ökumanns sem ók á 128 km hraða á Reykjanesbraut. Meira frá SuðurnesjumFimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um páskaErlendur greiddi háa sekt á staðnumGreiddi tæpar 190 þúsund krónur í sekt á brautinniKærðu fjölda ökumanna fyrir hraðaksturÁ von á 130 þúsund króna sekt eftir hraðaksturUm 40 ökumenn kærðir fyrir of hraðan aksturKjörsókn undir 50% í ReykjanesbæFjórtán teknir á of miklum hraðaTvöfalt fleiri strikuðu yfir nafn ÁsmundarSviptur ökuréttindum eftir glæfraakstur á Reykjanesbraut